Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2015 22:38 Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira