Enski boltinn

Lallana: „Strákarnir vilja núna deyja fyrir hann og samherja sína á vellinum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emre Can og Adam Lallana.
Emre Can og Adam Lallana. Vísir/Getty
Adam Lallana, miðjumaður Liverpool, segir að Jurgen Klopp, nýráðinn stjóri liðsins hafi haft ótrúleg áhrif á leikmannahóp liðsins.

Leikmenn vilji í raun í dag deyja fyrir stjórann. Liverpool vann magnaðan 4-1 sigur á Manchester City í gær og stimplaði liðið sig heldur betur inn.

Lallana kom til félagsins árið 2014 frá Southampton og hefur hann fengið að spila töluvert undir stjórn Klopp.

„Maður vill gera allt fyrir þennan stjóra,“ segir Lallana um breytingarnar.

„Strákarnir vilja núna deyja fyrir hann og samherja sína á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×