Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2015 10:57 Putin segir að báðir flugmennirnir og þeir sem komu að björgunaraðgerðum verði heiðraðir. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira