Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2015 10:57 Putin segir að báðir flugmennirnir og þeir sem komu að björgunaraðgerðum verði heiðraðir. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira