Saga Jamie Vardy er lygileg en alveg fullkomlega sönn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 06:00 Jamie Vardy skorar og skorar. vísir/getty Jamie Vardy sagðist eftir síðasta leik þurfa að klípa sjálfan sig til að vera þess fullviss að hann væri ekki að dreyma. Aðalleikarinn í Leicester-ævintýrinu er örugglega ekki sá eini sem nær varla að trúa því sem er í gangi hjá Vardy og liði Leicester City sem er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir þrettán umferðir. Vardy er þegar búinn að skrifa söguna en hann jafnaði met Ruuds van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann skoraði í tíunda leiknum í röð. Vardy er ekki aðeins á toppnum með liði sínu heldur hefur hann einnig fjögurra marka forskot á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar nú þegar einn þriðjungur er búinn af mótinu. Fyrir aðeins fjórum árum var Jamie Vardy aftur á móti að spila með Fleetwood Town í utandeildinni og var eins langt frá því og hægt er að spila í ensku úrvalsdeildinni, hvað þá að komast í enska landsliðið og að setja met í einni bestu deild heims. Þetta var fyrsta og eina tímabil hans með Fleetwood Town eftir að hafa spilað árin á undan með utandeildarliðunum Stocksbridge Park Steels og Halifax Town. Vardy endaði í utandeildinni eftir að Sheffield Wednesday lét hann fara sextán ára. vísir/getty Keyptur frá Fleetwood Town Vardy, þá 24 ára gamall, sló í gegn hjá Fleetwood Town, skoraði 31 deildarmark á tímabilinu og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í ensku d-deildinni. B-deildarlið Leicester keypti hann á milljón pund og eftir erfitt fyrsta tímabil þá var hann einn af aðalmönnunum þegar Leicester vann sér sæti í úrvalsdeildinni vorið 2014. Líkt og í ensku b-deildinni byrjaði Vardy rólega í ensku úrvalsdeildinni. Hann komst reyndar í sviðsljósið þegar hann skorað eitt og lagði upp fjögur í óvæntum 5-3 sigri á Manchester United en það var jafnframt eina mark hans í fyrstu 28 umferðum tímabilsins. Vardy skoraði hins vegar 4 mörk og lagði upp 4 mörk í síðustu 10 leikjum tímabilsins. Leicester City sýndi líka forsmekkinn að því sem koma skyldi með því að vinna sjö af síðustu níu leikjum sínum og Vardy var kominn á bragðið. Frammistaða Leicester á þessu tímabili hefur samt verið lyginni líkust og liðið er nú með eins stigs forskot á Manchester United eftir að hafa unnið átta af fyrstu þrettán leikjum sínum og það sem meira er, aðeins tapað einu sinni. Það er ekkert óalgengt að spútnikliðið haldi velli fram í október en nú eru að koma jól og Leicester var að komast í toppsætið í fyrsta skipti. grafík/fréttablaðið Átti þátt í marki í öllum leikjum Vardy er ekki aðeins búinn að skora í tíu leikjum í röð og alls þrettán sinnum í þrettán leikjum. Hann hefur átt þátt í að minnsta kosti einu marki í öllum leikjum tímabilsins því að hann lagði upp mark í þessum tveimur leikjum þegar hann komst ekki á blað sjálfur. Vardy er ekkert tæknitröll en hann er eldfljótur og áræðinn leikmaður sem er hvergi betri en í hröðum upphlaupum. Hungrið leynir sér ekki og sjálfstraustið er nú í hæstu hæðum. Vardy lætur heldur ekkert stoppa sig og dæmi um það er að hann er að spila úlnliðsbrotinn síðan hann datt illa í leik á móti Villa í september. Vardy hefur líka notið góðs af framgöngu Alsíringsins Riyads Mahrez sem hefur ekki verið síðri en Vardy á leiktíðinni. Mahrez hefur sjálfur skorað sjö mörk og er því líka meðal markahæstu manna. Saman hafa þeir skorað 20 af 28 mörkum Leicester-liðsins. Leikstíll Leicester-liðins nýtir sér vissulega styrkleika þeirra beggja og það er hægt að treysta á það að Vardy hleypur úr sér lungun í hverjum einasta leik. Það er heldur ekki slæmt fyrir markaskorara eins og Vardy að hann er fínn skallamaður þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu og þá getur hann skorað með vinstri jafnt sem hægri. Vinnslan, hraðinn og áræðið eru hins vegar þeir þættir sem eiga mest í þessu ævintýri hans. Jamie Vardy fagnar marki eins og svo oft áður.vísir/getty Líkt við Toto Schillaci Knattspyrnuspekingar eins og Ian Wright hafa líkt Vardy við uppkomu Ítalans Salvatore Schillaci sem sló í gegn með Juventus tímabilið 1989-1990 og svo í framhaldinu með ítalska landsliðinu á HM 1990. Vardy er kominn í enska landsliðið og fram undan er Evrópumótið í Frakklandi. Hvort hann geti átti Schillaci-mót (markakóngur á HM 1990) er hins vegar önnur saga en það er vissulega margt líkt með þeim. Líkt og Schillaci hefur það tekið Vardy sinn tíma að komast á toppinn. Hann er hins vegar að bæta sig á hverju tímabili og næsta skref hans er að fara að skila inn mörkum með enska landsliðinu. Fyrst er þó verkefnið að reyna að halda Leicester í hópi efstu liða. Vardy fær tækifæri til að taka metið af Ruud van Nistelrooy og skora í ellefta leiknum í röð á gamla heimavelli Van Nistelrooy, Old Trafford, um næstu helgi þegar Leicester City heimsækir Manchester United. Þetta er jafnframt leikur milli tveggja efstu liða deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Jamie Vardy jafnaði met Nistelrooy Jamie Vardy getur einfaldlega ekki hætt að skora fyrir Leicester en hann gerði eitt mark fyrir liðið í 3-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. 21. nóvember 2015 00:01 Ranieri: Hægt að tala um Batistuta og Jamie Vardy í sömu setningu Enski framherjinn jafnaði met Ruud van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 23. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Jamie Vardy sagðist eftir síðasta leik þurfa að klípa sjálfan sig til að vera þess fullviss að hann væri ekki að dreyma. Aðalleikarinn í Leicester-ævintýrinu er örugglega ekki sá eini sem nær varla að trúa því sem er í gangi hjá Vardy og liði Leicester City sem er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir þrettán umferðir. Vardy er þegar búinn að skrifa söguna en hann jafnaði met Ruuds van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann skoraði í tíunda leiknum í röð. Vardy er ekki aðeins á toppnum með liði sínu heldur hefur hann einnig fjögurra marka forskot á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar nú þegar einn þriðjungur er búinn af mótinu. Fyrir aðeins fjórum árum var Jamie Vardy aftur á móti að spila með Fleetwood Town í utandeildinni og var eins langt frá því og hægt er að spila í ensku úrvalsdeildinni, hvað þá að komast í enska landsliðið og að setja met í einni bestu deild heims. Þetta var fyrsta og eina tímabil hans með Fleetwood Town eftir að hafa spilað árin á undan með utandeildarliðunum Stocksbridge Park Steels og Halifax Town. Vardy endaði í utandeildinni eftir að Sheffield Wednesday lét hann fara sextán ára. vísir/getty Keyptur frá Fleetwood Town Vardy, þá 24 ára gamall, sló í gegn hjá Fleetwood Town, skoraði 31 deildarmark á tímabilinu og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í ensku d-deildinni. B-deildarlið Leicester keypti hann á milljón pund og eftir erfitt fyrsta tímabil þá var hann einn af aðalmönnunum þegar Leicester vann sér sæti í úrvalsdeildinni vorið 2014. Líkt og í ensku b-deildinni byrjaði Vardy rólega í ensku úrvalsdeildinni. Hann komst reyndar í sviðsljósið þegar hann skorað eitt og lagði upp fjögur í óvæntum 5-3 sigri á Manchester United en það var jafnframt eina mark hans í fyrstu 28 umferðum tímabilsins. Vardy skoraði hins vegar 4 mörk og lagði upp 4 mörk í síðustu 10 leikjum tímabilsins. Leicester City sýndi líka forsmekkinn að því sem koma skyldi með því að vinna sjö af síðustu níu leikjum sínum og Vardy var kominn á bragðið. Frammistaða Leicester á þessu tímabili hefur samt verið lyginni líkust og liðið er nú með eins stigs forskot á Manchester United eftir að hafa unnið átta af fyrstu þrettán leikjum sínum og það sem meira er, aðeins tapað einu sinni. Það er ekkert óalgengt að spútnikliðið haldi velli fram í október en nú eru að koma jól og Leicester var að komast í toppsætið í fyrsta skipti. grafík/fréttablaðið Átti þátt í marki í öllum leikjum Vardy er ekki aðeins búinn að skora í tíu leikjum í röð og alls þrettán sinnum í þrettán leikjum. Hann hefur átt þátt í að minnsta kosti einu marki í öllum leikjum tímabilsins því að hann lagði upp mark í þessum tveimur leikjum þegar hann komst ekki á blað sjálfur. Vardy er ekkert tæknitröll en hann er eldfljótur og áræðinn leikmaður sem er hvergi betri en í hröðum upphlaupum. Hungrið leynir sér ekki og sjálfstraustið er nú í hæstu hæðum. Vardy lætur heldur ekkert stoppa sig og dæmi um það er að hann er að spila úlnliðsbrotinn síðan hann datt illa í leik á móti Villa í september. Vardy hefur líka notið góðs af framgöngu Alsíringsins Riyads Mahrez sem hefur ekki verið síðri en Vardy á leiktíðinni. Mahrez hefur sjálfur skorað sjö mörk og er því líka meðal markahæstu manna. Saman hafa þeir skorað 20 af 28 mörkum Leicester-liðsins. Leikstíll Leicester-liðins nýtir sér vissulega styrkleika þeirra beggja og það er hægt að treysta á það að Vardy hleypur úr sér lungun í hverjum einasta leik. Það er heldur ekki slæmt fyrir markaskorara eins og Vardy að hann er fínn skallamaður þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu og þá getur hann skorað með vinstri jafnt sem hægri. Vinnslan, hraðinn og áræðið eru hins vegar þeir þættir sem eiga mest í þessu ævintýri hans. Jamie Vardy fagnar marki eins og svo oft áður.vísir/getty Líkt við Toto Schillaci Knattspyrnuspekingar eins og Ian Wright hafa líkt Vardy við uppkomu Ítalans Salvatore Schillaci sem sló í gegn með Juventus tímabilið 1989-1990 og svo í framhaldinu með ítalska landsliðinu á HM 1990. Vardy er kominn í enska landsliðið og fram undan er Evrópumótið í Frakklandi. Hvort hann geti átti Schillaci-mót (markakóngur á HM 1990) er hins vegar önnur saga en það er vissulega margt líkt með þeim. Líkt og Schillaci hefur það tekið Vardy sinn tíma að komast á toppinn. Hann er hins vegar að bæta sig á hverju tímabili og næsta skref hans er að fara að skila inn mörkum með enska landsliðinu. Fyrst er þó verkefnið að reyna að halda Leicester í hópi efstu liða. Vardy fær tækifæri til að taka metið af Ruud van Nistelrooy og skora í ellefta leiknum í röð á gamla heimavelli Van Nistelrooy, Old Trafford, um næstu helgi þegar Leicester City heimsækir Manchester United. Þetta er jafnframt leikur milli tveggja efstu liða deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jamie Vardy jafnaði met Nistelrooy Jamie Vardy getur einfaldlega ekki hætt að skora fyrir Leicester en hann gerði eitt mark fyrir liðið í 3-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. 21. nóvember 2015 00:01 Ranieri: Hægt að tala um Batistuta og Jamie Vardy í sömu setningu Enski framherjinn jafnaði met Ruud van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 23. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Jamie Vardy jafnaði met Nistelrooy Jamie Vardy getur einfaldlega ekki hætt að skora fyrir Leicester en hann gerði eitt mark fyrir liðið í 3-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. 21. nóvember 2015 00:01
Ranieri: Hægt að tala um Batistuta og Jamie Vardy í sömu setningu Enski framherjinn jafnaði met Ruud van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 23. nóvember 2015 16:45
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti