Hvetja fólk til að gefa jólagjafir fyrir unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2015 20:00 Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum. Jólafréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum.
Jólafréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira