Erlent

Faðir og bróðir eins árásarmannanna í haldi lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Staðfest er að 129 manns hafi fallið í hryðjuverkaárásunum og rúmlega 350 særst, margir lífshættulega.
Staðfest er að 129 manns hafi fallið í hryðjuverkaárásunum og rúmlega 350 særst, margir lífshættulega. Vísir/EPA
Faðir og bróðir eins hryðjuverkamannanna í París eru nú í haldi lögreglu. AFP hefur þetta eftir fulltrúa lögreglu sem segir að húsleitir hafi verið gerðar á heimilum feðganna.

Húsleitirnar voru gerðar á heimili föðurins í bænum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og heimili bróðursins í Bondoufle.

Handtökur í Belgíu

Sieghild Lacoere, talsmaður belgíska dómsmálaráðuneytisins, greindi frá því fyrr í dag að nokkrir aðilar hafi verið handteknir vegna gruns um að tengjast árásunum í París. Mennirnir voru handteknir í Melnbeek, úthverfi Brussel.

Lacoere greindi jafnframt frá því að sést hafi til bíls sem tekinn var á leigu í Belgíu nærri þeim stöðum í París þar sem árásirnar voru gerðar.

Tveir árásarmannanna komu til álfunnar um Grikkland

Talsmenn grískra yfirvalda staðfestu nú undir kvöld að einn árásarmannanna til viðbótar hafi að öllum líkindum komið til Evrópu um Grikkland.

Fyrr í dag greindi ráðherra í grísku ríkisstjórninni frá því að eigandi sýrlensks vegabréfs sem fannst á líki eins árásarmannanna hafi komið til grísku eyjarinnar Leros í síðasta mánuði.

Staðfest er að 129 manns hafi fallið í hryðjuverkaárásunum og rúmlega 350 særst, margir lífshættulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×