Birkir Már: Ég er ekki í því að halda uppi fjörinu og dansa upp á borðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:15 Birkir Már Sævarsson er fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. vísir/getty Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30
Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30
Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00