Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eina markið sem íslenska landsliðið hefur skorað í seinni hálfleik í síðustu fjórum landsleikjum. Fréttablaðið/Adam Jastrzebowski Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið.
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira