Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:38 Sito í leik gegn Víkingi í sumar. vísir/andri marinó ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira