Erlent

Vilja 16 ára kosningaaldur í Bretlandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
David Cameron er andvígur því að kosningaaldur verði lækkaður.
David Cameron er andvígur því að kosningaaldur verði lækkaður. vísir/epa
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag að lækka kosningaaldur Breta í sextán ár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er þó andvígur því að kosningaaldur verði lækkaður.Tillaga um viðauka við lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem fyrirhuguð er eftir tvö ár, var samþykkt með 293 atkvæðum gegn 211. Hún verður í kjölfarið tekin fyrir á neðri deild þingsins, þar sem í ljós kemur hvort niðurstöðunni verði hnekkt eða ekki.Þingmenn í efri og neðri deildum þingsins eru á öndverðum meiði um hvernig taka eigi á málinu, en náist ekki sátt um kosningaaldurinn gæti svo farið að ekki verði hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna á tilsettum tíma – fyrir árslok 2017, líkt og Cameron hefur lofað.Kosningaaldur í Bretlandi er átján ár, en var færður í sextán ár í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands í fyrra. Samkvæmt breskum skoðanakönnunum eru ungmenni líklegri til að vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu en hinir eldri. Cameron vill sjálfur áfram í sambandinu, en er tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína nái hann ekki fram betri samningum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.