Varpa ljósi á fjölmörg kynferðisbrot lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 23:52 Líklegt þykir að fleirum hafi verið sagt upp vegna kynferðisbrota en vitað er um. Vísir/EPA Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira