Varpa ljósi á fjölmörg kynferðisbrot lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 23:52 Líklegt þykir að fleirum hafi verið sagt upp vegna kynferðisbrota en vitað er um. Vísir/EPA Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira