Erlent

Verslunareigendur á Sikiley gerðu uppreisn gegn mafíunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið 22 mafíósa eftir að verslunareigendur neituðu að greiða þeim svokallaða verndarfjárhæð.
Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið 22 mafíósa eftir að verslunareigendur neituðu að greiða þeim svokallaða verndarfjárhæð. Vísir/EPA
Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 22 manns grunaða um mafíustarfsemi. Voru þeir handteknir eftir að eigendur fyrirtækja í Bagheria gerðu uppreisn og neituðu að borga mönnunum svokallaða verndarfjárhæð.

Samkvæmt fréttaveitu AP voru mennirnir meðlimir í Cosa Nostra mafíunni í Bagheria, litlum bæ í nágrenni Palermo. Mennirnir stunduðu fjárkúgun og hótuðu eigendum fyrirtækja í bænum ofbeldi myndu eigendur þeirra ekki greiða sérstaka verndarfjárhæð.

Eigendur byggingarfyrirtækja, matvörubúða, kaffihúsa og annarra fyrirtækja fengu hinsvegar nóg eftir að hafa orðið innblásnir af herferð sem ungir fyrirtækjaeigendur á eynni hrundu af stað fyrir nokkrum árum þar sem markmiðið var að berjast gegn spillingu.

Höfðu fyrirtækjaeigendur í Bagheria samband við lögreglu sem handtók 22 menn við rannsókn málsins. Rannsóknargögn lögreglu gefa til kynna að hinir grunuðu hafi nýtt fjárhæðirnar til að styðja við fjölskyldur fangelsaðra mafíósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×