Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Katrín Oddsdóttir lögmaður segir að án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Vísir/Stefán Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira