Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Katrín Oddsdóttir lögmaður segir að án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Vísir/Stefán Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira