Aukin harka í kappræðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. október 2015 09:00 Marco Rubio, Donald Trump og Ben Carson í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins á miðvikudagsvöldið. Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00
Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59