"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 19:33 Auðkýfingurinn heldur áfram að stela fyrirsögnum um allan heim. Vísir/Epa Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00
Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44