Formaður Fylkis: ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2015 12:51 Nafnarnir hjá Fylki. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði og Ásgeir Ásgeirsson formaður knattspyrnudeildar. Vísir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43
Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10
Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15