Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2015 14:15 Óskar Örn er hér lengst til hægri er hann samdi við Hermann Hreiðarsson og David James um þjálfa Eyjaliðið. vísir/vilhelm ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43