Erlent

Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pútín hefur stutt við bakið á Assad í stríðsátökum undanfarinna ára.
Pútín hefur stutt við bakið á Assad í stríðsátökum undanfarinna ára. Vísir/EPA
Hvíta húsið hefur fordæmt harðlega heimsókn Bashars al-Asssads Sýrlandsforseta til Rússlands í gær.

Talsmaður Bandaríkjaforseta gagnrýndi Pútín Rússlandsforseta harðlega fyrir að taka svo vel á móti kollega sínum frá Sýrlandi en vestræn ríki hafa nú um árabil krafist þess að Assad segði af sér til þess að hægt verði að stemma stigu við borgarastríðinu í landinu.

Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011, en um 250 þúsund manns eru taldir hafa farist í hildarleiknum auk þess sem milljónir manna hafa flúið heimili sín. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×