Erlent

Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pútín hefur stutt við bakið á Assad í stríðsátökum undanfarinna ára.
Pútín hefur stutt við bakið á Assad í stríðsátökum undanfarinna ára. Vísir/EPA

Hvíta húsið hefur fordæmt harðlega heimsókn Bashars al-Asssads Sýrlandsforseta til Rússlands í gær.

Talsmaður Bandaríkjaforseta gagnrýndi Pútín Rússlandsforseta harðlega fyrir að taka svo vel á móti kollega sínum frá Sýrlandi en vestræn ríki hafa nú um árabil krafist þess að Assad segði af sér til þess að hægt verði að stemma stigu við borgarastríðinu í landinu.

Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011, en um 250 þúsund manns eru taldir hafa farist í hildarleiknum auk þess sem milljónir manna hafa flúið heimili sín. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.