Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Tony Blair var forssætisráðherra Bretlands frá árinu 1997 til ársins 2007. Nordicphotos/AFP Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira