Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Tony Blair var forssætisráðherra Bretlands frá árinu 1997 til ársins 2007. Nordicphotos/AFP Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira