Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Tony Blair var forssætisráðherra Bretlands frá árinu 1997 til ársins 2007. Nordicphotos/AFP Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur beðist afsökunar á ákveðnum þáttum er varða Íraksstríðið. Afsökunarbeiðnin kom fram í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN Europe sem sýnt var í gær og var meðal annars greint frá á vef BBC. Í viðtalinu sagði hann ákveðið sannleiksgildi í fullyrðingum þess efnis að stríðið hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Þó sagði hann erfitt að biðjast afsökunar á því að hafa steypt Saddam Hussein af stóli árið 2003. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða hefði borgarastyrjöld getað brotist út í Írak líkt og átti sér stað í Sýrlandi. Í viðtalinu biðst hann einnig afsökunar á því að ekki hafi verið nægilega vel staðið að viðbrögðum og eftirmálum þess að steypa Hussein af stóli og segir að notast hafi verið við fölsuð gögn til þess að réttlæta árásina. Stutt er í að Sir John Chilcot, formaður nefndar um Íraksstríðið, tilkynni hvenær rannsóknarskýrsla um stríðið verður birt. Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma en nefndin hóf störf árið 2009 og hefur vinnsla hennar því staðið yfir í rúm sex ár. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á ákvarðanatöku breskra stjórnvalda varðandi stríðið og verkefni nefndarinnar að kanna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu í von um að geta dregið af henni einhvern lærdóm. Í kjölfar ummæla forsætisráðherrans fyrrverandi sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, á samskiptamiðlinum Twitter að landið biði enn eftir að heyra sannleikann og það væri hneyksli hversu lengi Chilcot-skýrslan hefði verið í smíðum. Sturgeon gaf jafnframt í skyn að viðtalið væri hluti af spuna Blairs í tengslum við skýrsluna. Skrifstofa Blairs neitaði því að með viðtalinu væri Blair að gera tilraun til að koma sínum sjónarmiðum að áður en Chilcot-skýrslan kæmi út og líklegar gagnrýnisraddir færu að heyrast. Talsmaður Blairs sagði hann alla tíð hafa beðist afsökunar á því að leyniþjónustan hefði haft rangt fyrir sér og gert mistök í undirbúningi. Hann hafi einnig alla tíð sagt og stæði við það að honum þætti ekki hafa verið rangt að steypa Hussein.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira