Sjálfboðaliðar hjálpuðu til á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2015 20:06 Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20
Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47
Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05