Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2015 20:20 Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins. Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins.
Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent