Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 13:00 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA 45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira