Þóttist vera látin og lifði af Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 14:32 Nemendur skólans faðmast á minningarathöfn í gær. Vísir/GETTY Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar. Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar.
Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00
Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57
Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01
Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00
Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00
Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15