Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 13:00 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA 45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira