Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 13:00 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA 45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira