Þóttist vera látin og lifði af Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 14:32 Nemendur skólans faðmast á minningarathöfn í gær. Vísir/GETTY Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar. Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar.
Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00
Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57
Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01
Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00
Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00
Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15