Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2015 08:00 Obama Bandaríkjaforseti segist ekki fær um að breyta lögum um byssueign upp á eigin spýtur og skoraði á þjóðina að ganga í lið með sér. Vísir/EPA Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira