Innlent

Magnús Scheving segir menningarelítuna sniðganga sig

Jakob Bjarnar skrifar
Edduverðlaunahafar en enginn Magnús Scheving; hann er fjarri góðu gamni.
Edduverðlaunahafar en enginn Magnús Scheving; hann er fjarri góðu gamni.

Magnús Scheving segir íslensku „elítuna“ alltaf hafa liðið niður á Latabæ.

Magnús, sem er höfundur Latabæjar og potturinn og pannan í gerð samnefndra sjónvarpsþátta, var tilnefndur til bandarísku Emmy-verðlaunanna í gær og hann var í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 nú í morgun. Þar lét hann þessi orð falla, að Latibær hafi aldrei notið sannmælis á Íslandi, og menningarelítan hafi alltaf litið niður á hann; sjónvarpsþættina og leikritin.

Til marks um þetta bendir Magnús á, og getur nú trútt um talað, að Latabæjar-þáttaröðin hafi notið mikillar virðingar erlendis og verið tilefnd til ýmissa verðlauna, svo sem Emmy og BAFTA, en hér heima hafi hún ekki komið til álita, ekki fengið svo mikið sem eina Eddu.

Spurður kunni Magnús enga einhlíta skýringu á þessu, hvers vegna íslenska elítan hafi alltaf litið niður á Latabæ. Hugsanlegt væri að fólk sem komið hafi að gerð þáttanna hafi þótt hún of flókin, en svo ekki viljað kannast við það vegna þess að um barnaefni var að ræða.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.