Innlent

Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna

Magnús Scheving hefur gert það gott sem íþróttaálfurinn. Nú bætist enn ein skrautfjöðurinn í hatt Magnúsar.
Magnús Scheving hefur gert það gott sem íþróttaálfurinn. Nú bætist enn ein skrautfjöðurinn í hatt Magnúsar. MYND/Vísir

Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn.

Magnús sagði eftir við tækifærið „Það er okkur heiður að hljóta tilnefningu í ár. Á síðasta ári fengum við tilnefningu fyrir leik Júlíönnu Rose Mauriello í hlutverki Stollu stirðu og það er ótrúlegt að komast aftur á blað. Við erum himinlifandi yfir viðbrögðunum sem Latibær hefur fengið hérna í Bandaríkjunum og við vonumst til þess að halfa áfram að veita börnum og foreldrum í þeim 103 löndum sem þátturinn er sýndur í innblástur um ókomin ár.“

Latibær keppir um sigurinn við þættina Sesame Street og It´s a Big, Big World en sigurvegarar verða tilkynntir á Emmy hátíðinni sem fer fram í júní.

Latibær hefur unnið Edduna á Íslandi, BAFTA verðlaunin í Bretlandi, EMIL verðlaunin í Þýskalandi auk þess smáskífa með tónlist úr þáttunum komst í fjórða sætið á breska smáskífulistanum fyrir jólin í fyrra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×