Innlent

Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlauna

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving, höfundur og framleiðandi þáttanna, segir að um einstaka viðurkenningu sé að ræða.

Verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar, eða BAFTA, eru veitt árlega og verður verðlaunahátíðin í flokki barnaefnis haldin 26. nóvember næstkomandi.

Í gær var tilkynnt um að þættirnir um Latabæ hefðu hlotið tilnefningu en sýningar á þeim hófust í Bretlandi fyrir rúmu ári. Stutt er síðan þættirnir voru útnefndir til Emmy-verðlaunanna og í fréttatilkynningu frá Latabæ segir að tilnefningin nú sé einstök viðurkenning. Þar er haft eftir Magnúsi Scheving, höfundi og framleiðanda þáttanna að augljóst sé að íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn sem komið hafa að gerð þáttanna kunni sitt fag.

Tveir Íslendingar hafa áður verið tilnefndir til BAFTA -verðlauna, þau Valdís Óskarsdóttir, fyrir klippingu, og Hilmar Örn Hilmarsson, fyrir tónlist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×