Slitnaði upp úr viðræðum SALEK-hópsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 12:10 Lögreglumenn eru ein þeirra stétta sem nú berjast fyrir bættum kjörum. vísir/pjetur SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00
Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00
Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00