„Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 11:02 Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu C, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983. Vísir/Stefán Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“ Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“
Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46