Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 10:10 Sigurður Ólafsson, umsjónarlæknir lifrarlækninga á Landspítala, kynnir átakið á blaðamannafundi í dag. Vísir/Stefán Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Landspítalanum nú klukkan 10. Hingað til hafa lyfin Interferon og Ribavirin verið notuð vegna lifrarbólgu hér á landi en þau eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Ríkið hefur hingað til synjað sjúklingum um nýja lyfið og hefur borið fyrir sig fjárskorti en lyfjameðferðin kostar á bilinu 7-10 milljónir króna. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983, stefndi íslenska ríkinu þar sem það hafði neitað henni um lyfið. Hún tapaði málinu hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur en nú er útlit fyrir að hún, sem og aðrir sjúklingar, fái meðferð með nýja lyfinu. Þá áfrýjaði Fanney jafnframt dómi héraðsdóms til Hæstaréttar svo sá dómur er ekki endanlegur.Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu c, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.Vísir/StefánReyna að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi Áætlað er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi en árlega greinast á milli 40-70 einstaklingar. Um meðferðarátak er að ræða sem heilbrigðisyfirvöld fara í ásamt lyfjafyrirtækinu Gilead og verður reynt að útrýma lifrarbólgu C hér á landi með átakinu auk þess sem stemma á stigu við frekari útbreiðslu hans. Samkomulag um samstarfsverkefni yfirvalda og Gilead var samþykkt á ríkissjórnarfundi í gær. Öllum þeim sem greinst hafa með veiruna verður boðin fræðsla, meðferð og eftirfylgni. Þannig verður hættan lágmörkuð á nýjum tilvikum sjúkdómsins með smiti milli manna. „Á Íslandi eru kjöraðstæður til að ráðast í slíkt verkefni; samfélagið er lítið, þekking og reynsla heilbrigðisstarfsmanna er fyrir hendi svo og nauðsynlegir innviðir heilbrigðiskerfis. Íslensk heilbrigðisyfirvöld vinna að þessu átaki í samstarfi við lyfjafyrirtækið Gilead sem m.a. leggur til lyfið Harvoni í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni. Samhliða meðferðarátakinu fara fram rannsóknir á árangri átaksins til lengri og skemmri tíma, m.a. sjúkdómsbyrði og áhrifum átaksins á langtímakostnað við heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningu.Lyfin meðal annars notuð á Norðurlöndum og í Bretlandi Hópur lækna á Landspítala hefur haft forystu um innleiðingu verkefnisins og hefur í umboði heilbrigðisráðherra unnið að undirbúningi samnings við lyfjafyrirtækið. Þá hefur jafnframt breiður hópur fagfólks unnið að fjölþættum undirbúningi átaksins. „Lyfin sem notuð verða í þessu verkefni hafa þegar fengið markaðsleyfi og eru notuð í mörgum löndum, m.a. á Norðurlöndum og í Bretlandi í völdum tilvikum til meðferðar sjúklinga með lifrarbólgu. Lyfin eru í töfluformi og gefin daglega meðan á meðferð stendur, alla jafna í átta til tólf vikur, þótt sumir sjúklingar geti þurft meðferð í allt að 24 vikur. Stefnt er að því að hefja átakið fyrir lok þessa árs. Sjúklingum verður forgangsraðað til meðferðar af viðkomandi sérfræðilæknum Landspítala. Átakið mun vara í 3 ár og hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja til þess 150 milljónir króna á ári sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni,“ segir jafnframt í tilkynningu Landspítalans. Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Landspítalanum nú klukkan 10. Hingað til hafa lyfin Interferon og Ribavirin verið notuð vegna lifrarbólgu hér á landi en þau eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Ríkið hefur hingað til synjað sjúklingum um nýja lyfið og hefur borið fyrir sig fjárskorti en lyfjameðferðin kostar á bilinu 7-10 milljónir króna. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983, stefndi íslenska ríkinu þar sem það hafði neitað henni um lyfið. Hún tapaði málinu hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur en nú er útlit fyrir að hún, sem og aðrir sjúklingar, fái meðferð með nýja lyfinu. Þá áfrýjaði Fanney jafnframt dómi héraðsdóms til Hæstaréttar svo sá dómur er ekki endanlegur.Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu c, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.Vísir/StefánReyna að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi Áætlað er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi en árlega greinast á milli 40-70 einstaklingar. Um meðferðarátak er að ræða sem heilbrigðisyfirvöld fara í ásamt lyfjafyrirtækinu Gilead og verður reynt að útrýma lifrarbólgu C hér á landi með átakinu auk þess sem stemma á stigu við frekari útbreiðslu hans. Samkomulag um samstarfsverkefni yfirvalda og Gilead var samþykkt á ríkissjórnarfundi í gær. Öllum þeim sem greinst hafa með veiruna verður boðin fræðsla, meðferð og eftirfylgni. Þannig verður hættan lágmörkuð á nýjum tilvikum sjúkdómsins með smiti milli manna. „Á Íslandi eru kjöraðstæður til að ráðast í slíkt verkefni; samfélagið er lítið, þekking og reynsla heilbrigðisstarfsmanna er fyrir hendi svo og nauðsynlegir innviðir heilbrigðiskerfis. Íslensk heilbrigðisyfirvöld vinna að þessu átaki í samstarfi við lyfjafyrirtækið Gilead sem m.a. leggur til lyfið Harvoni í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni. Samhliða meðferðarátakinu fara fram rannsóknir á árangri átaksins til lengri og skemmri tíma, m.a. sjúkdómsbyrði og áhrifum átaksins á langtímakostnað við heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningu.Lyfin meðal annars notuð á Norðurlöndum og í Bretlandi Hópur lækna á Landspítala hefur haft forystu um innleiðingu verkefnisins og hefur í umboði heilbrigðisráðherra unnið að undirbúningi samnings við lyfjafyrirtækið. Þá hefur jafnframt breiður hópur fagfólks unnið að fjölþættum undirbúningi átaksins. „Lyfin sem notuð verða í þessu verkefni hafa þegar fengið markaðsleyfi og eru notuð í mörgum löndum, m.a. á Norðurlöndum og í Bretlandi í völdum tilvikum til meðferðar sjúklinga með lifrarbólgu. Lyfin eru í töfluformi og gefin daglega meðan á meðferð stendur, alla jafna í átta til tólf vikur, þótt sumir sjúklingar geti þurft meðferð í allt að 24 vikur. Stefnt er að því að hefja átakið fyrir lok þessa árs. Sjúklingum verður forgangsraðað til meðferðar af viðkomandi sérfræðilæknum Landspítala. Átakið mun vara í 3 ár og hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja til þess 150 milljónir króna á ári sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni,“ segir jafnframt í tilkynningu Landspítalans.
Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46