Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 11:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/ANTON BRINK Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“ Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum