Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. september 2015 12:31 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37
Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30