Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 06:00 Harpa Þorsteinsdóttir. vísir/anton Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira