Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2015 07:00 Frans páfi ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta við Hvíta húsið í gær. vísir/epa „Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða. Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
„Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða.
Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40