Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2015 07:00 Frans páfi ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta við Hvíta húsið í gær. vísir/epa „Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða. Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
„Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða.
Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent