Frans páfi segir misskilning að hann sé vinstrisinnaður Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2015 07:00 Frans páfi ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta við Hvíta húsið í gær. vísir/epa „Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða. Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Ef ég hef gefið fólki þá hugmynd að ég sé hálfgerður vinstrisinni, þá er það ekki rétt útskýring,“ sagði Frans páfi í gær, stuttu áður en hann hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. „En ef þeir vilja að ég fari með trúarjátninguna, þá get ég það,“ bætti hann við. Obama tók á móti honum á flugvellinum, en þeir héldu síðan að Hvíta húsinu þar sem þeir ávörpuðu báðir mannfjölda, sem þar beið eftir þeim. Frans páfi tók ekki í mál að fara með glæsibifreið þennan spotta frá flugvellinum til Hvíta hússins, heldur settist hann upp í lítinn Fiat sem flutti hann á leiðarenda. Í ávarpi sínu fyrir utan Hvíta húsið fagnaði páfi sérstaklega tillögum Obama um aðgerðir til að draga úr loftmengun: „Með því að fallast á hve brýn þessi mál eru, þá virðist mér einnig ljóst að loftslagsbreytingar eru vandamál sem ekki er lengur hægt að láta komandi kynslóðum eftir.“ Hann hvatti enn fremur til umburðarlyndis og sagðist þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hefur fengið í Bandaríkjunum. „Sem innflytjendasonur gleður það mig að vera gestur í þessu landi, sem að stórum hluta er byggt upp af innflytjendafjölskyldum.“ Páfinn verður alls í sex daga í Bandaríkjunum og heimsækir þrjár borgir, nefnilega New York og Philadelphiu auk höfuðborgarinnar Washington. Það umdeildasta, sem Frans páfi tekur sér fyrir hendur í þessari Bandaríkjaheimsókn, er að taka 18. aldar munkinn Junipero Serra í tölu kaþólskra dýrlinga. Serra var umdeildur á sínum tíma fyrir að hneppa frumbyggja í þrældóm og beita þá líkamlegum refsingum af mikilli grimmd. Samtök bandarískra frumbyggja hafa harðlega mótmælt þessu, en Frans páfi segist líta á Serra sem einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Spánverjinn Serra hélt vestur til Kaliforníu stuttu fyrir 1770 og stofnaði þar trúboðsstöðvar þar sem mikil áhersla var lögð á að fá indíána til að snúast til kristni. Prestar voru settir yfir samfélög frumbyggja og stjórnuðu harðri hendi. Með því að taka Serra í dýrlingatölu kýs páfi að líta fram hjá þeirri ljótu sögu nýlenduvæðingar, þjóðarmorðs, misþyrminga og pyntinga sem fylgdu innrás Spánverja til Vesturheims og síðar stofnun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Á hinn bóginn sjá innflytjendur af suðuramerískum uppruna í Bandaríkjunum mikilvæg tengsl við Serra, og til þeirra virðist páfi einkum vera að höfða.
Tengdar fréttir Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Páfinn messaði yfir Bandaríkjamönnum „Loftlagsvandann má ekki velta yfir á næstu kynslóðir.“ 23. september 2015 15:40