Innlent

Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfir hundrað manns hafa haft sambandið við ráðuneytið og sendiráð Íslands í Evrópu.
Yfir hundrað manns hafa haft sambandið við ráðuneytið og sendiráð Íslands í Evrópu. Vísir/E.Ól
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa svarað rúmlega 400 tölvupóstum, hringingum og athugasemdum á samfélagsmiðlum vegna Ísraelsmálsins í síðustu viku. Fjölmargir hafa sett sig í samband við ræðisskrifstofur og sendiráð Íslands vegna ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael.

Á vef ráðuneytisins segir að þunginn hafi verið mestur hjá sendiráði Íslands í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Þeim hefur borist nærri því 200 erindi vegna málsins en um hundrað manns hafa sett sig í samband við ræðisskrifstofu og fastanefnd Íslands í New York. Þá hafa yfir hundrað manns haft sambandið við ráðuneytið og sendiráð Íslands í Evrópu.

Auk þess segir að fulltrúar ráðuneytisins hafi verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila, erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga.

„Í þeim samskiptum hefur stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. Þá hefur utanríkisþjónustan gert sitt ítrasta til að miðla upplýsingum um afturköllun samþykktar meirihluta borgarstjórnar.“


Tengdar fréttir

Tekist á í ráðhúsinu

Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var hart tekist á um skaða sem hefur orðið af samþykkt borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hversu mikill hann er og hvers eðlis, það hvort samþykktin væri lögbrot eða ekki og hvort næstu skref verða tekin eftir að samþykktin er dregin til baka. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi.

Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu

Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×