Innlent

Snið­göngu­sam­þykktin dregin til baka í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tvær tillögur sem báðar fjalla um að hætta við sniðgönguna á dagskrá aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur.
Tvær tillögur sem báðar fjalla um að hætta við sniðgönguna á dagskrá aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur. vísir/stefán
Aukafundur verður í borgarstjórn í dag þar sem tillögur minnihluta annars vegar og meirihlutans hins vegar um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í síðustu viku, um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar, verður til umræðu.

Tillögurnar eru samhljóða.

Fundurinn var haldinn að beiðni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og er tillaga flokksins og Framsóknarflokks um afturköllun fyrsta mál á dagskrá. Næsta mál, og það síðasta, á dagskrá er síðan samhljóða tillaga meirihlutans um afturköllun. Fundurinn hefst klukkan fimm.


Tengdar fréttir

Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga

Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum.

Engin sniðganga í Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×