Tekist á í ráðhúsinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Samþykkt var tillaga um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu frá því í síðustu viku á aukafundi borgarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira