Erlent

Stöðva lestarsamgöngur milli Austurríkis og Ungverjalands

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa yfirgefið heimili sín og flúið til Evrópu.
Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa yfirgefið heimili sín og flúið til Evrópu. Vísir/AFP
Austurríska lestarfélagið OeBB hefur stöðvað allar lestarsamgöngur til og frá Ungverjalandi.

Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert vegna gríðarlegs álags vegna þess fjölda flóttafólks sem reynir nú að komast frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands.

Sérstökum rútum verður keyrt milli þeirra staða sem lestirnar eiga að fara, til viðbótar við hefðbundna rútuþjónustu.

Í tilkynningunni segir að lestirnar munu ekki ganga það sem eftir lifir dags, enda hafi austurrísk yfirvöld ekki undan að fást við alla þá flóttamenn sem halda yfir landamærin. Ekki er ljóst hvort þeim verði fram haldið á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×