Erlent

Dýragarðurinn opnaður á ný

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gestir bera flóðhest að nafni Begi augum í dýragarðinum í Tíblisi þegar hann var opnaður í gær.
Gestir bera flóðhest að nafni Begi augum í dýragarðinum í Tíblisi þegar hann var opnaður í gær. NordicPhotos/AFP
Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu,  opnaði í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum.

„Eftir þriggja mánaða uppbyggingu getum við loks opnað á ný þrátt fyrir að hafa misst 277 dýr,“ segir Zurab Guerelidze, forstöðumaður dýragarðsins. Til að aðstoða Georgíumenn við að ná sér á strik aftur gáfu aðrir evrópskir dýragarðar þeim um 150 dýr.

Einhver dýranna drápust í flóðunum en stærstum hluta var smalað inn í skýli fyrir flækingshunda og slátrað.

Georgíska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar flóðanna. Enn er margra saknað og tugir eru heimilislausir. Þá eru vegir enn stórskemmdir í borginni. Auk þess vakti sú ákvörðun að slátra dýrum garðsins ekki hrifningu margra Georgíumanna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×