Ætlar í keppni við Rússa um Norður-Íshafið Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. september 2015 07:00 Barack Obama Bandaríkjaforseti á fundi með frumbyggjum í Alaska. Fundurinn var haldinn í gær í tengslum við ráðstefnu norðurskautsríkja um loftslagsmál og norðurslóðir. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að fjölga bandarískum ísbrjótum í Norður-Íshafinu. Hugmyndin virðist greinilega vera sú að mynda mótvægi við aukin umsvif Rússa á norðurslóðum. Í minnisblaði frá Hvíta húsinu kemur fram að Rússar séu nú þegar með 40 ísbrjóta þar og að ellefu séu væntanlegir til viðbótar, en bandaríska strandgæslan sé einungis með þrjá ísbrjóta í flota sínum. Þarna verði að bæta úr til að tryggja að „Bandaríkin geti komið til móts við þjóðarhagsmuni okkar, verndað og stýrt náttúruauðlindum okkar og styrkt tengsl okkar á alþjóðavettvangi og heima fyrir“. Í ávarpi sínu á ráðstefnu norðurskautsríkja um loftslagsmál, sem haldin var í Alaska í gær, lagði Obama áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og hvatti aðildarríkin til þess að leggja sig betur fram í þeim efnum. „Við erum ekki að bregðast nógu hratt við. Ekkert þeirra ríkja sem eiga fulltrúa hér er að bregðast nógu hratt við,“ sagði hann. „Og við skulum bara tala heiðarlega. Það hafa alltaf verið raddir gegn því að grípa til aðgerða." Hann sagði það vitað nú orðið að athafnir manna hefðu í reynd áhrif á andrúmsloftið. „Á því leikur enginn vafi. Allt annað er pólitík,“ sagði Obama. Sjálfur hefur hann hins vegar sætt gagnrýni fyrir að hafa fyrir fáum vikum veitt olíufyrirtækinu Shell leyfi til að bora eftir olíu í Norður-Íshafinu út af ströndum Alaska. Í tuttugu ár hafa olíuboranir á þessum slóðum verið bannaðar af umhverfisástæðum. „Þetta tvennt stangast á,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Bill McKibben á ráðstefnu sem haldin var í París í gær um leiðir til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. „Það er mjög erfitt fyrir Obama eða hvern sem er að segja: Sjáðu nú til, við tökum þetta mjög alvarlega, þetta er stærsta vandamál sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir, en það er samt í góðu lagi að fara af stað og bora eftir nýjum olíulindum í Norður-Íshafinu.“ Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama og líklegur arftaki hans á forsetastól, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun hans um að veita Shell leyfi til olíuborana á norðurslóðum: „Norður-Íshafið er einstæður fjársjóður. Út frá því sem við vitum, þá er það ekki þess virði að taka áhættuna á borunum,“ sagði hún á Twitter-síðu sinni í ágúst, þegar Obama hafði tilkynnt um ákvörðun sína. Á meðal þátttakenda á ráðstefnunni í Alaska í gær var Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fjallaði hann þar um mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa til að sporna við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að fjölga bandarískum ísbrjótum í Norður-Íshafinu. Hugmyndin virðist greinilega vera sú að mynda mótvægi við aukin umsvif Rússa á norðurslóðum. Í minnisblaði frá Hvíta húsinu kemur fram að Rússar séu nú þegar með 40 ísbrjóta þar og að ellefu séu væntanlegir til viðbótar, en bandaríska strandgæslan sé einungis með þrjá ísbrjóta í flota sínum. Þarna verði að bæta úr til að tryggja að „Bandaríkin geti komið til móts við þjóðarhagsmuni okkar, verndað og stýrt náttúruauðlindum okkar og styrkt tengsl okkar á alþjóðavettvangi og heima fyrir“. Í ávarpi sínu á ráðstefnu norðurskautsríkja um loftslagsmál, sem haldin var í Alaska í gær, lagði Obama áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og hvatti aðildarríkin til þess að leggja sig betur fram í þeim efnum. „Við erum ekki að bregðast nógu hratt við. Ekkert þeirra ríkja sem eiga fulltrúa hér er að bregðast nógu hratt við,“ sagði hann. „Og við skulum bara tala heiðarlega. Það hafa alltaf verið raddir gegn því að grípa til aðgerða." Hann sagði það vitað nú orðið að athafnir manna hefðu í reynd áhrif á andrúmsloftið. „Á því leikur enginn vafi. Allt annað er pólitík,“ sagði Obama. Sjálfur hefur hann hins vegar sætt gagnrýni fyrir að hafa fyrir fáum vikum veitt olíufyrirtækinu Shell leyfi til að bora eftir olíu í Norður-Íshafinu út af ströndum Alaska. Í tuttugu ár hafa olíuboranir á þessum slóðum verið bannaðar af umhverfisástæðum. „Þetta tvennt stangast á,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Bill McKibben á ráðstefnu sem haldin var í París í gær um leiðir til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. „Það er mjög erfitt fyrir Obama eða hvern sem er að segja: Sjáðu nú til, við tökum þetta mjög alvarlega, þetta er stærsta vandamál sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir, en það er samt í góðu lagi að fara af stað og bora eftir nýjum olíulindum í Norður-Íshafinu.“ Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama og líklegur arftaki hans á forsetastól, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun hans um að veita Shell leyfi til olíuborana á norðurslóðum: „Norður-Íshafið er einstæður fjársjóður. Út frá því sem við vitum, þá er það ekki þess virði að taka áhættuna á borunum,“ sagði hún á Twitter-síðu sinni í ágúst, þegar Obama hafði tilkynnt um ákvörðun sína. Á meðal þátttakenda á ráðstefnunni í Alaska í gær var Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fjallaði hann þar um mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa til að sporna við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira