Þrjú þúsund milljarðar trjáa í heiminum Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. september 2015 07:00 Þessi tré eru á Kúbu en alls munu trén hér á jörðu vera rúmlega þrjú þúsund milljarðar talsins. NordicPhotos/AFP Á jörðunni munu vera rúmlega þrjár billjónir trjáa, en hver billjón er þúsund milljarðar. Þetta fullyrðir vísindamaðurinn Thomas Crowther við Yale-háskóla. Crowther hefur birt grein um þetta í vísindatímaritinu Nature. Fjöldi vísindamanna skrifar greinina með honum. Áður töldu menn að fjöldi trjáa á jörðu væri í mesta lagi 400 milljarðar, en Crowther og félagar byggja niðurstöðu sína á ítarlegri greiningu á loftmyndum, sem sýna þéttni skóga út um allan heim. Í Amasonskóginum einum munu vera um það bil 390 milljarðar trjáa. Í viðtali við breska útvarpið BBC segir Crowther þessar niðurstöður samt ekki breyta neinu í reynd. „Það er ekki eins og við höfum uppgötvað fjöldann allan af nýjum trjám,“ segir hann. „Þannig að það eru hvorki góðar fréttir né slæmar fyrir heimsbyggðina að við séum komin með þessa nýju tölu.“ Vísindamennirnir hafa jafnframt komist að því að á hverju ári höggva menn meira en 15 milljarða trjáa. Þá segja þeir að trjám hér á jörðu hafi fækkað um um það bil 46% frá því mannkynið tók að setja mark sitt á umhverfið. „Evrópa var í eina tíð að mestu hulin einum risaskógi en nú eru þar nánast eingöngu akrar og graslendi,“ segir Crowther á fréttavef BBC. Flest eru trén í hitabeltinu og heittempraða beltinu, eða nærri 1,4 billjónir. Þá eru 600 milljarðar trjáa í tempraða beltinu en 700 milljarðar í barrskógabeltinu. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Á jörðunni munu vera rúmlega þrjár billjónir trjáa, en hver billjón er þúsund milljarðar. Þetta fullyrðir vísindamaðurinn Thomas Crowther við Yale-háskóla. Crowther hefur birt grein um þetta í vísindatímaritinu Nature. Fjöldi vísindamanna skrifar greinina með honum. Áður töldu menn að fjöldi trjáa á jörðu væri í mesta lagi 400 milljarðar, en Crowther og félagar byggja niðurstöðu sína á ítarlegri greiningu á loftmyndum, sem sýna þéttni skóga út um allan heim. Í Amasonskóginum einum munu vera um það bil 390 milljarðar trjáa. Í viðtali við breska útvarpið BBC segir Crowther þessar niðurstöður samt ekki breyta neinu í reynd. „Það er ekki eins og við höfum uppgötvað fjöldann allan af nýjum trjám,“ segir hann. „Þannig að það eru hvorki góðar fréttir né slæmar fyrir heimsbyggðina að við séum komin með þessa nýju tölu.“ Vísindamennirnir hafa jafnframt komist að því að á hverju ári höggva menn meira en 15 milljarða trjáa. Þá segja þeir að trjám hér á jörðu hafi fækkað um um það bil 46% frá því mannkynið tók að setja mark sitt á umhverfið. „Evrópa var í eina tíð að mestu hulin einum risaskógi en nú eru þar nánast eingöngu akrar og graslendi,“ segir Crowther á fréttavef BBC. Flest eru trén í hitabeltinu og heittempraða beltinu, eða nærri 1,4 billjónir. Þá eru 600 milljarðar trjáa í tempraða beltinu en 700 milljarðar í barrskógabeltinu.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira