Fótbolti

Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ísland komst nær sæti á lokakeppni EM með 1-0 sigri á Hollandi í Amsterdam í kvöld en eftir sigurinn dugar íslenska liðinu aðeins eitt stig í síðustu þremur leikjum riðilsins til þess að tryggja sætið á EM.

Hollenska liðið varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Bruno Martins Indi fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar.

Serbneski dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Gregory Van der Wiel í upphafi seinni hálfleiks eftir að bakvörðurinn braut á Birki Bjarnasyni innan vítateigs Hollands. Steig Gylfi Þór Sigurðsson á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Liðin skiptust á færum það sem eftir er leiks og komst Jóhann Berg Guðmundsson ansi nálægt því að bæta við marki þegar skot hans hafnaði í stönginni.

Það mátti sjá léttinn á andliti strákanna þegar Milorad Masic, dómari leiksins, flautaði leikinn af.


Tengdar fréttir

Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM

Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×