Fótbolti

Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti

Tómas þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og Ari Freyr Skúlason kátir.
Kolbeinn Sigþórsson og Ari Freyr Skúlason kátir. vísir/anton
Kolbeinn Sigþórsson skoraði kannski ekki í markalausa jafnteflinu gegn Kasakstan í kvöld en hann var jafn duglegur og alltaf og gat auðvitað verið meira en lítið kátur í leikslok.

Karlalandsliðið er komið á stórmót í fyrsta sinn í sögunni, en strákarnir okkar mæta á EM 2016 í Frakklandi næsta sumar.

"Okkur líður frábærlega. Ég get alveg sagt það fyrir okkur báða," sagði Kolbeinn, en hann stóð við hliðina á Gylfa Þór.

"Þetta er stærsta stund í sögu íþróttanna á Íslandi. Ég fullyrði það. Við erum stoltir af því að vera hluti af þessu," bætti hann við.

Undankeppnin hjá íslenska liðinu hefur verið glæsileg, en liðið er aðeins búið að fá á sig þrjú mörk og tapa einum leik. Menn eru alls ekki að gera þetta á skítuga sexinu. Liðið á EM-sætið skilið.

"Við förum á þetta stórmót fullir sjálftraust. Við erum ekki að fara þangað til að fara í frí. Við ætlum að gera góða hluti því við getum unnið hvaða lið sem er. Ég fagna því bara að við erum komnir á EM og nú höfum við nægan tíma til að pæla í hvað við ætlum að gera þar," sagði Kolbeinn Sigþórsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×