Erlent

Pandatvíburar í Bandaríkjunum braggast vel

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Annar af pandahúnunum tveimur.
Annar af pandahúnunum tveimur. Vísir/AFP
Panda í dýragarðinum í  Washington   D.C . eignaðist um helgina tvíbura. Húnarnir eru við góða heilsu og eru stjórnendur garðsins bjartsýnir á að það takist að halda lífi í báðum ungunum.

Ef ekki er gripið inn í hugsar pandabirnan aðeins um annan húninn, eignist hún tvíbura.

Ráðgert er að blekkja 
pandabirnuna  með því að skipta út húnunum þannig að hún upplifi það sem svo að hún sé aðeins að hugsa um einn unga. Slíkt hefur gefið góða raun í kínverskum dýragörðum. Þegar er búið að skipta einu sinni og gekk það vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×