Elísabet II nálgast met í setu á valdastóli Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2015 18:56 Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar hin 89 ára Elísabet II varð drottning í Bretlandi. Segja má að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Og innan fárra daga slær hún met langa-langömmu sinnar í setu á valdastóli. Elísabet önnur varð drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður sjöundi sagði af sér vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir hennar við krúnunni og varð Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast David Cameron en 14 ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning. „Ég lýsi yfir frami fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. En hinn 9. september næst komandi slær hún met langa-lang ömmu sinnar Viktoríu sem átti fimm mánuði í að hafa ríkt í 64 ár þegar hún lést í febrúar árið 1901. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, sjarmörinn Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar. Simon Lewis fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar segir konungsfjölskyldunni hafa tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu. „Það kemur mér stöðugt á óvart varðandi konungdæmið og konungsfjölskylduna, hvernig við sjáum konungsfjölskylduna eins og okkar eigin fjölskyldur. Samböndin, hvernig fólk þróast og þroskast, hvernig fólk vex. Og ég held að saga eins og þessi, svona fjölskyldusaga, höfði til okkar allra,“ segir Lewis. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar hin 89 ára Elísabet II varð drottning í Bretlandi. Segja má að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Og innan fárra daga slær hún met langa-langömmu sinnar í setu á valdastóli. Elísabet önnur varð drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður sjöundi sagði af sér vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir hennar við krúnunni og varð Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast David Cameron en 14 ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning. „Ég lýsi yfir frami fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. En hinn 9. september næst komandi slær hún met langa-lang ömmu sinnar Viktoríu sem átti fimm mánuði í að hafa ríkt í 64 ár þegar hún lést í febrúar árið 1901. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, sjarmörinn Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar. Simon Lewis fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar segir konungsfjölskyldunni hafa tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu. „Það kemur mér stöðugt á óvart varðandi konungdæmið og konungsfjölskylduna, hvernig við sjáum konungsfjölskylduna eins og okkar eigin fjölskyldur. Samböndin, hvernig fólk þróast og þroskast, hvernig fólk vex. Og ég held að saga eins og þessi, svona fjölskyldusaga, höfði til okkar allra,“ segir Lewis.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira