Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 16:53 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“ Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
„Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“
Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00
Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11